2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007

María var 41 dag í vöðlunum síðasta sumar

María var 41 dag í vöðlunum síðasta sumar

María Hrönn Magnúsdóttir var 41 dag í vöðlunum síðasta sumar og rifjar upp ævintýri á bökkunum í Flugufréttum vikunnar. Þór Jónsson segir frá veiðiferð með syni sínum Jakobi Sindra í Laxá í Dölum, ferð sem byrjaði rólega en endaði með hvelli. Guðmundur Ævar Oddsson lætur hugann reika fram í Ólafsfjörð þar sem bleikjurnar eru flestar steyptar í sama mót og Högni Harðarson mælir með að menn prófi lykkju í stað hnúts þegar veitt er á púpur í straumvatni. Fáðu þér funheitar Flugufréttir með morgunkaffinu. Á myndinni er María Hrönn að leiðsegja Hönnu Lovísu Olsen vinkonu sinni í Langá á Mýrum og Hanna hefur krækt í agnarsmáan lax...

Skoða fréttina