2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
7.7.2008

Stórfiskar í Breiðdal

Ríflega 20 punda hrygna veiddist í Breiðdalsá 4. júlí og er það líklega stærsti lax sem veiðst hefur í ánni. Var það séra Gunnlaugur Stefánsson á Heydölum sem setti í þann stóra. Sama dag veiddist líka stærsti silungur sem vitað er að veiðst hafi í Breiðdalsá þegar Ólafur R. Garðarsson leiðsögumaður náði 15 punda urriða. 

Að loknum frábærum opnunardegi í Breiðdalsá 1. júlí fór áin í stórflóð vegna mikilla rigninga. Þann 4. júlí var áin farin að sjatna og þar sem lítið var bókað fóru 2-3 heimamenn í ána og þar á meðal séra Gunnlaugur Stefánsson á Heydölum. Er skemmst frá því að segja að hann fékk tvær vænar hrygnur fyrir hádegi á Skammadalsbreiðunni og eru það fyrstu laxarnir á þeim rómaða veiðistað. Var þeim sleppt aftur í ána, enda skylt að sleppa vænum hrygnum eða setja í klakkistur ef hægt er. En síðdegis setti klerkurinn í líklega stærsta lax sem veiðst hefur í sögu Breiðdalsár á veiðistaðnum var Malarsveigur á svæði 2. Rauk laxinn eftir tökuna með miklum látum eina 600-700 metra niður ánna og var landað eftir langa og harða viðureign á milli Gunnlaugshlaupa og Ármóta. Var það hrygna sem var lengdarmæld 102 cm og því áætluð samkvæmt kvarða ríflega 20 pund að þyngd. Reyndar var hún mjög sver og almennt eru hrygnur þyngri en hængar þegar komið er í þessar lengdir. Hún var bókuð 22 pund en hugsanlega var hún mun stærri en erfitt er um það að segja þar sem Gunnlaugur sleppti hrygnunni aftur í ánna.
Væntanlega nær hún að hrygna og bæta stórfiskagen árinnar, sem eru reyndar í góðu horfi eða veiðast síðar og þá nýtast í undaneldi, enda slíkar hrygnur sjaldséðar hér á landi.
 
 - Og 4. júlí verður lengi í minnum hafður því þennan sama dag veiddist líka stærsti silungur sem vitað er að veiðst hafi í Breiðdalsá. Var það Ólafur R. Garðarsson leiðsögumaður sem náði þeim stóra. Veiðistaðurinn var Klapparhylur fyrir neðan veiðihúsið og mældist hann 77 cm að lengd og áætlaður um 15 pund að þyngd, en þó einnig hugsanlega mun stærri enda urriðar að öllu jöfnu mun þyngri miðað við lengd ef miðað er við laxa. Ekki fæst úr því skorið því honum var einnig sleppt aftur í Breiðdalsá. Báðir fiskarnir tóku þýska Snældu.

Frá þessu er sagt á vef  Veiðiþjónustunnar Strengja. Þess má geta að nú er komin á forsíðu vefjarins veiðibók þar sem verður færð inn laxveiðin í Breiðdalsá í lok hvers veiðidags í sumar. 
 

19.12.2008

Fiskar í snjónum

12.12.2008

Sukk og svínarí

21.11.2008

Laxárfréttir

14.11.2008

Laxar og ber

13.10.2008

Ókeypis veiði!

3.10.2008

Jómfrúarvatn

6.9.2008

Stórlaxatími

30.7.2008

Metin falla

28.7.2008

Húfur sem hlægja

23.7.2008

Fleiri stórir!

23.7.2008

Maríualax!

18.7.2008

Stórlaxadagar

12.7.2008

Laxveiði góð

10.7.2008

Grenlækur gefur

1.7.2008

Nóg sandsíli?

27.6.2008

SVFR fær Laxá

26.6.2008

Costa Del Kjós

24.6.2008

Það byrjar vel

12.6.2008

Útför KK

6.6.2008

Fallnir félagar

5.6.2008

Laxar á land

28.5.2008

Opnunin í Laxá

16.5.2008

120 fiska maður!

3.5.2008

Lax úr Blöndu

9.4.2008

Tregt í Sogi

8.4.2008

Á veiðistað

18.3.2008

Hækkun í Laxá

14.2.2008

Heimskautableikjan

10.2.2008

Tígrisfiskaveiði

25.1.2008

Veiðileiðsögn