23.7.2008
Fleiri stórir!
Stórlaxaævintýrið heldur áfram í Breiðdalsá,þriðjudag veiddust tveir laxar þar í 20 punda klassanum. Annar var glæsilegur hængur úr Bryggjustreng í Tinnudalsá. Tók hann maðk en hægt var að losa um öngulinn og sleppa fiskinum eftir viðureignina. Fyrst var hann mældur og veginn, 98 cm og 10,5 kg. Veiðimaður eða réttara sagt veiðikona var Hrund Helgadóttir.
Á sama tíma fékk Bragi Kristinsson feikilega fallega nýrunna hrygnu úr Gljúfrinu á fluguna Black and Blue ½ keilu. Hefur hann margan stórlaxinn séð í veiði með tengdaföður sínum Pétri Brynjólfssyni Fnjóskárjarli og fyrrum framkvæmdastjóra Hólalax, en aldrei séð þvílíkan sverleika á nokkrum fiski. Mældist hún 93 cm að lengd en miðað við þykkt alveg örugglega 20 pund staðhæfðu þeir sem sáu hrygnuna áður en henni var sleppt aftur. Var hún því bókuð 20 pund.