30.7.2008
Mjög smáir smálaxar
Af Austurlandi berast þær fregnir að mjög smáir smálaxar, varla tveggja punda fiskar, séu nú að gera sig heimankomna í ám allt frá Breiðdal í Vopnafjörð.
Meðan fjögurra punda ,,tittir" hafa borið uppi veiðina á Vesturlandi sem oft fyrr, eru tvö pund varla marktæk í stórlaxaám. Vitað er að oft halda laxar úr þessum ám á önnur mið í sjónum og kunna að hafa misst af góðæri í hafi, en aðrir slá því fram að hugsanlega séu þetta fiskar sem gengu út í vor.