
Flugan Ófeigur, fyrst frumsýnd í Flugufréttum og hefur rótfiskað.
Ákall hefur borist frá góðkunningjum að austan sem hafa miðlað af reynslu sinni í fluguveiðum með því að kynna nýja flugu til leiks. Ófeigur er nafn flugunnar, og vonandi reynist það til heilla fyrir veiðifélaga sem hún tekur nafn sitt af. En raunir Ófeigs Gústafssonar eru tilefni að bréfi sem okkur barst:
Ég heiti Haraldur Gústafsson og hnýtti fluguna Ófeig sem birst hefur í Flugufréttum.
Tilgangur þessa pósts er að segja frá bróður mínum Ófeig sem flugan er skýrð eftir, og þeim raunum sem á daga hans hefur drifið núna undanfarið.
Ófeigur Gústafsson bróðir minn er ungur maður aðeins 29 ára, giftur og með tvær ungar dætur, nýbyrjaður að vinna í álveri Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði.
Hann greindist þann 17. Júní síðastliðinn með krabbamein í gallgöngum.
Hann hefur í gengist í gegnum nokkra uppskurði og baráttu við sýkingar í kviðarholi síðan. Og verður hann og kona hans frá vinnu um talsverðann tíma vegna þess, þar sem þau þurfa að vera í höfuðborginni um einhvern tíma meðan á meðferðinni stendur.
Við bræður hans, ég og Gústaf ræddum um leiðir til að styrkja hann að einhverju leiti þar sem innkoma hans var verulega skert vegna vinnutaps, og setja til að mynda í gang söfnun í hans nafni.
Ein leiðin, og sú sem varð fyrir valinu var að selja fluguna Ófeig til styrktar stráknum. Hún er jú skýrð eftir honum. Og þótti okkur það viðeigandi og táknrænn þakklætisvottur fyrir veitta aðstoð.
Flugan er eins fram hefur komið hönnuð af mér, en eintakið sem er til sölu til styrktar honum Ófeig er hnýtt af Viðari Egilssyni fluguhnýtingar snillingi, og eiganda www.galleriflugur.is
Flugan kostar 2500 krónur og er hægt að leggja inn á söfnunarreikning 0305-13-301888, kt:261179-5129, og senda svo staðfestingar e-mail til mín hgustafs@simnet.is með nafni og heimilisfangi og mun þá flugan verða send um hæl.
með kærri kveðju
Haraldur Gústafsson
Búðarmel 16
730 Reyðarfirði
857-6689