Ef Rangárnar (sem byggja bara á sleppiseiðum) eru teknar út fyrir er veiðin svona í ár miðað við fyrri ár, í samantekt www.angling.is ::
Sumarið 2008. Alls veiddir 30.682 laxar.
Sumarið 2007. Alls veiddir 23.305 laxar.
Sumarið 2006. Alls veiddir 25.000 laxar.
Allir vita að mismiklu af seiðum er sleppt í þessar ár og tilkall til ,,sjálfbærni" getur verið mjög misjafnt.
Angling.is vitnar í að Orri Vigfússon hafi tekið saman og áætlað hlutfall slepptra laxa og fengið þessa útkomu:
Árið 1998. Hlutfall slepptra laxa 8%.
Árið 1999. Hlutfall slepptra laxa 11%.
Árið 2000. Hlutfall slepptra laxa 12%.
Árið 2001. Hlutfall slepptra laxa 15%.
Árið 2002. Hlutfall slepptra laxa 19%.
Árið 2003. Hlutfall slepptra laxa 17%.
Árið 2004. Hlutfall slepptra laxa 19%.
Árið 2005. Hlutfall slepptra laxa 20%.
Árið 2006. Hlutfall slepptra laxa 23%.
Árið 2007. Hlutfall slepptra laxa 25%. Telja má víst að hlutfallið hafi enn hækkað í ár.