2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
7.3.2009

Bubbi semur við Sölku


Á sagnaslóð í fyrrasumar: Bubbi og Brynjar sonur með einn af mörgum.

Stóri hylurinn í veiðisagnamennsku er tvímælalaust Laxá í Aðaldal.  ,,Drottningin" á sér svo langa og mikla sögu um veiðar og veiðimenningu að fá dæmi munu vera um sambærilegt á Íslandi.  Nú ætlar Bubbi Morthens að renna í þennan hyl og velur sér ekki sísta tökustaðinn, sjálft Nessvæðið.  Þeir eru ekki ófáir höfðingjar á meðal laxa og veiðimenna sem þar hafa átt sameiginleg ævintýri, flugurnar sem orðið hafa til þarna skipta tugum og einatt gerðar af heimamönnum. 

Salka bokaforlag hefur staðfest samning við Kónginn um að gefa út bók sem fjallar um veiðar á þessu rómaða stórlaxasvæði.  Bubbi hefur reyndar sjálfur nokkra reynslu af starfsbræðrum af kóngakyni, risalöxum árinnar.  Hann hefur grafið upp fjölda gamalla og óbirtra mynda en Einar Falur bætir upp það sem á vantar með þekktri færni sinni í töku veiðimynda.  Laxá hefur orðið mörgum sagnaþulum yrkisefni, bæði silungsmönnum og laxveiðimönnum.  Jakob V. Hafstein vann brautryðjendaverk í veiðibókum með ,,Laxá í Aðaldal" sem kom út á sjöunda áratugnum.  Hann veiddi einmitt stæsta flugulax á Íslandi í Höfðahyl á Nessvæði, einn fárra veiðistaða á Íslandi sem merktur er með bautasteini af því tilefni.   Nú er að sjá hvernig Bubba og Sölku tekst upp, en varla verður erfitt fyrir Hildi Hermóðsdóttur útgefanda að setja sig í viðeigandi stellingar, hún er einmitt ættuð úr Nesi.  Eignmaður hennar, Jafet Ólafsson, tók einn af stærstu löxum síðasta sumars í Höfðahyl, svo víða liggja rætur.


Minni spámenn hafa sig einnig í frammi á Nessvæði, hér má skoða myndbandsfrásögn frá fyrra sumri.


Eintal veiðisálar
Frásögn af söguslóð og veiði í bland

31.12.2009

Áramótaannáll

25.12.2009

Fékkstu jólakort?

12.10.2009

400 fiska sumar!

2.10.2009

Stórfiskafréttir

27.9.2009

Veitt ÚR klaki!

25.9.2009

Grenlækur tómur?

11.9.2009

Rangárnar efstar

30.8.2009

Stórlax í Hrútu

10.8.2009

17 laxa skot!

5.8.2009

Loksins fiskur!

27.7.2009

Affallið gefur

27.7.2009

Stuð í Staðará

11.7.2009

Maríulax slapp!

23.6.2009

Ótrúlega sagan!

20.6.2009

Laxadagur

18.6.2009

Varmármengun

14.6.2009

Varmá????

14.6.2009

Hástökkvarar

11.6.2009

Barnavæn veiði

17.5.2009

Boltar í Grenlæk

13.5.2009

Kræfar kellur

4.5.2009

20 fiska dagur

30.4.2009

Geir og Jóhanna

22.2.2009

400 fiska sumar!

13.2.2009

Svarið hans Orra.