22.3.2009
Bubbi með kvikmynd
Nú er ljóst að RÚV kaupir myndir af Bubba Morthens sem hann gerir um Nessvæðið í Aðaldal samtímis því að skrifa bók sem við höfum fjallað um áður. Bubbi hefur komist yfir margvíslegt myndefni, þar á meðal lifandi myndir frá fyrri tíð. Má nefna stórlaxaveiðar bænda, söngvarann Bing Crosby í Grástraumi og Guðmund frá Miðdal þá kunnu aflakló, en laxveiðimyndir af honum sáust í heimildamynd um þennan ágæta listamann.
Bubbi gerir myndina sem sýnd verður í Sjónvarpinu, en hún mun væntanlega líka fylgja með bókinni á DVD diski. Sem sagt, harður pakki!