Um leið og við óskum lesendum gleðilegs sumars vísum við á nýtt fréttabréf sem er sneisafullt af sögum sem anga af sumri.
Það gengur vel í sjóbirtingnum, bleikjan er farin að gefa sig og sömuleiðis urrðinn. Í Flugufréttum vikunnar er numið staðar í Steinsmýrarvötnum, Laxá í Þing, Tungufljóti, Litlá, Vífilsstaðavatni, Hlíðarvatni og Eyjafjarðará, ásamt með fleiru.