4.5.2009
Tók sjóbirtinga á gárubragð
Hefðbundnar voveiðiaðferðir eru ekki alltaf málið, vinur okkar á flugur.is náði þremur sjóbirtingum á gárubragð um helgina í Þverá í Fljótshlíð. ,,...það kom mér skemmtilega á óvart" skrifar Hjörtur og bætir við
: ,,Sem segir manni að hits er ekki bara fyrir lax, sem er í raun ósköp rökrétt. Maður hugsaði reyndar alltaf um lax og hits í sömu andránni."