enn sem komið er, sem ég held að sé bara þokkalegt miða við önnur ár úr Elliðavatni. Sendi ykkur mynd af bleikjuafla dagsins sú stæðsta vigtaði 1.620 kg en fékk einnig 8 urriða í dag. Burton hefur verið aðalflugan sem ég hef verið að fiska á." Þessi hógværi veiðimaður kýs að kveðja svo: ,,Með kveðju. Nafnlausi veiðimaðurinn."
Annar skrifar okkur og tekur í sama streng: ,,...óvenjumikið af vænum og vel höldnum bleikjum þetta vorið. Reytist alltaf upp ein og ein reglulega.
Veðrið búið að vera dásamlegt undanfarna daga og fátt skemmtilegra en að eyða deginum við Elliðavatnið í góðum hópi magnaðra Elliðavatnssnillinga. Ekki má vanmeta félagslega hluta Elliðavatnsins þegar menn skiptast á upplýsingum um flugur, staði og allt annað milli himins og jarðar. Dásamlegt að fá að njóta þessarar perlu sem Elliðavatnið er og félagsskapsins sem hana stundar."