Guðmundur formaður með þann sterka sem slapp.
Laxveiðin hófst í Norðurá nú i morgun. Formaðurinn nýti ekki forgjöfina, heldur var það Marinó Marinósson, gjaldkeri félagsins sem setti í þann fyrsta á eyrinni, eins og á síðasta ári.
Marinó með þann fyrsta!
Laxinn tók á sama stað og síðast og hann tók Maríu, sömu flugu og sá fyrsti í opnuninni á síðasta ári. Þetta var 66 sentímetra löng hrygna. Laxinn var kominn á land laust eftir klukkan átta í morgun.
Guðmundur formaður með þann sterka.
Skömmu síðar setti Guðmundur Stefán Maríasson í vænan lax á mölinni. Sá lét illa, tók roku niður fyrir Brotið ofan í almenning. Laxinn reif út alla flugulínuna og eitthvað af undirlínunni meðan Guðmundur elti hann eina 300 metra niður fyrir Brotið og í almenninginn. Guðmundur bæði hljóp við fót og synti, eftir að hafa hrasað í ána. Laxinn sýndi holdvotum formanninum enga miskunn heldur hélt sínu striki og sleit á endanum tauminn. Flugfréttir sáu laxinn mjög vel og fullyrða að um að minnsta kosti 14 punda fisk hafi verið að ræða.
Guðmundur með slitin taum játar sig sigraðan og tekur
ofan fyrir laxinum.
Laust fyrir hádegi fengu Gylfi Gautur Pétursson varaformaður og Mjöll staðarhaldari í veiðihúsinu sitt hvorn laxinn, 76 og 80 sentímetra langa. Kristín Jónsdóttir, eiginkona Guðmundar formanns setti náði maríulaxinum sínum í hádeginu og laust fyrir vaktarlok setti formaðurinn í annan lax sem hann missti líka.