Frá Elliðaánum þar sem veiði var í sókn í fyrra og þegar hefur orðið vart við lax.
Laxveiðin lætur lítið yfir sér þessa byrjunardaga þrátt fyrir væna skammta af ,,sést hefur lax" fréttum. Norðurá, Þverá/Kjarrá eru bara með kropp og lítið heyrist frá Blöndu. Langadalsá hefur þegar gefið fisk og þrír félagar tóku 25 bleikjur á silungasvæði Víðidalsár á tveimur dögum, (www.lax-a.is) þar hefur sést lax en ekki verður opnað þar fyrr en í lok mánaðar. 18.júní hefst veiði í Hítará og um helgina detta inn Langá, Sogið, og Elliðaárnar, en þar opnar borgarstjóri að venju á fossbrún ef að líkum lætur.