Það var barningur gegn veðurenglunum uppi á Arnarvatnsheiði um helgina hjá félögum í Ugga en samt náðu þeir að setja í þokkalega fiska, allt upp í 3-4 pund og þá á straumflugur. En skilyrði voru óhagstæð og menn náðu þreyttir en sælir til byggða í gær. Svona hljóðar fréttaskeyti á flugur.is að loknum túr frá Erlingi Guðleifssyni: ,,Lögðum af stað snemma á föstudagsmorgunn og byrjaðir að veiða um ca. 12 á hádegi. Þegar komið var uppeftir voru 3-4°C á mælinum í bílnum+vindur. Þannig að þetta var svoldið kalsalegt. Brenndum beint upp í Arnarvatn litla. Þar voru fyrir tveir hópar, en nægt var plássið svo þetta var ekkert vesen. Urriðinn tók beituna ansi grimmt, en fluguna ekki alveg jafn mikið. Þó settum við í nokkra mjög fína fiska ca. 3-4 pund á fluguna, og þá á streamera. Köldin voru að gefa okkur stærstu fiskana. Bæði núna í ár og í fyrra.
Þannig að ég mæli með kvöldveiðini þarna.
En þeir hafa verið að gefa okkur mjög vel í urriðanum í ár. Flæðamús og hinn klassíski Nobbler.
Aðrir voru með Krókinn á ca. #12 og veiddu vel á tímabili, þó datt botninn úr því eftir því sem leið á daginn.
Annars gaf túrinn hjá okkur þremur í Ugga svona ca. 100-140 fiska, tveir strórir plastkassar.
Annars vorum við að koma í bæinn, ansi þreittir og lúnir eftir átök helgarinnar. Veðrið í dag var afleitt þarna uppfrá í dag, vindur og allt litað. Annars var besta veðrið á laugardaginn, sól og smá vindur svona rétt til að halda flugunni niðri."