
Tveir vel merktir.
,,Það er útlendingatíminn og því heyra menn ekki jafn mikið af veiði og oft" sagði gamalreyndur veiðimaður í morgun en taldi sig hafa allt góðar heimildir fyrir því að laxagöngur væru víðast hvar ágætar. Hins vegar væru ekki jafn margir við veiðar á þessum einum dýrasta tíma ársins af ástæðum sem ekki þarf að tíunda. Þá er vatnsleysi átakanlegt en menn telja að sprenging verði um leið og rignir hressilega. Norðurá var komin vel á 1100 um helgina og Þverá/Kjarrá næst, en þaðan fregnuðum við frá veiðimanni um helgina sem var afar ánægður með afla þrátt fyrir að vatnsleysi væri ærandi. Veiðimyndatökurmaðurinn Kalli Lú var að koma úr Blöndu sem hann sagði afar undarlega, blátæra, en kvaðst feykihress með árangurinn, ,,24 laxar náðust í mynd" sagði hann í samtali við flugur.is og flestir á örsmáar flugur í yfirborðinu. Frakkaholl sem var að veiðum í Norðurá fékk 200 á sex dögum.