Laxá á Ásum réttir heldur betur sinn hlut frá fyrra ári, þar er veitt á tvær stangir og hefur nú hvor stöng fleiri laxa en nam heildarafla í fyrra! Áin er með flesta laxa á stöng yfir landið - 502 - og er þar langt á undan Miðfjarðará sem þó er drjúg með 278 laxa samkvæmt talningu á www.angling.is . Ytri Rangá er álíka góð með 273 og svo kemur Haffjarðará, með 229 laxa. Selá í Vopnafirði, rýfur einnig 200 laxa múrinn á stöng. Þess má þó geta að ýmsar ,,ófrægar" ár eins og Andakílsá hafa verið sterkar í þessum samanburði, og Elliðaárnar á fyrra ári en þær eru langt á eftir núna eftir slakt sumar og varla verður Leirvogsá nærri í þessari talningu sem þó oft hefur verið á toppinum. Heildarafli er lang mestur í Ytri Rangá þar sem veitt er á 20 stangir, komnir yfir 5500 laxar,