2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
8.9.2009

Tregt í Grímsá

Tveggja daga holl sem lauk veiði í Grímsá síðastliðinn sunnudag fékk 15 laxa. ? Sá stærsti var sex pund og 68 cm. Eins og við var að búast var mesta veiðivonin í Oddstaðafljóti en þar fengust 5 fiskar. ? Helstu flugur; Sun Ray Shadow, sem gaf fjóra fiska og Blue Charm líka fjóra.

Það var mikil tilhlökkun og eftirvænting sem fylgdi því að renna í hlað í veiðihúsinu við Grímsá í fyrsta sinn, en veiðivonin dofnaði heldur þegar litið var í Veiðibókina. Hollið á undan hafði fengið fjóra laxa á tveimur dögum! Ekki var það nú mikið. Í veiðihúsinu hittum við Þorkel Fjeldsted frá Ferjukoti sem þekkir ána eins og lófann á sér. ? Enda verið á bökkum hennar í 60 ár. Slíka menn spyr maður ráða áður en haldið er til veiða. ? Og svarið kom: lítið svart, kasta vel niður fyrir sig og draga löturhægt. En heldur þótti honum ástandið slæmt og lítil veiði, enda afar lítið vatn í ánni og þurrt og bjart veður.

Veitt var seinni part föstudags, laugardag og hálfan sunnudag. Grímsá er afskaplega falleg á og veiðistaðir margir. Á þessum tíma vilja allir fá Oddstaðafljótið, þar er mesta vonin og reyndist sá staður gefa mest.  Reyndar  var fiskur  stökkvandi á flestum svæðum. Svæði þrjú (Arnþórsholtshylur-Neðri Gullberastaðastrengur) var þó heldur dapurt og þar sást varla fiskur.  Önnur svæði sem gáfu fisk: Efra Garðafljót, Strengir, Grafarhylur, Klöpp, Kotakvörn, og Laxabakkar.

Einn af veiðimönnum fékk fjóra laxa og tóku þeir allir sömu fluguna, útgáfu af Blue Charm, stærð 14, vel loðin af íkornahárum en hún var orðin ansi tætt í lokin. ? Því það var sama eintakið sem gaf alla laxana. Sun Ray Shadow gaf fjóra fiska. Aðrar flugur sem gáfu fisk voru meðal annars Collie Dog og Black and Blue.

Og þegar allt bregst verður að særa fiskinn upp. - Eftir fisklausan morgun síðasta daginn greip einn í hópnum til þess ráðs að ?Sun-Reyja? Efstahyl með stæl og látum. Kasta, strippa stutt og kasta aftur... stefnan var sett á 20 tilraunir. Í ellefta kasti tók hann loksins, örugglega orðinn brjálaður af pirringi.

Laxveiði er dýrt sport og 15 laxar á 8 stangir í 2 daga í holli sem er að mestu skipað vönum veiðimönnum sem gjörþekkja ána er heldur rýr afli.  ? En ævintýrið sem felst í því að fá að veiða í svo fallegu umhverfi er jafn mikið eftir sem áður. Og þegar upp er staðið spyr maður  hvort það sé ekki bara heppnin sem ræður því hvort maður fær fisk eða ekki ?

SSH

31.12.2009

Áramótaannáll

25.12.2009

Fékkstu jólakort?

12.10.2009

400 fiska sumar!

2.10.2009

Stórfiskafréttir

27.9.2009

Veitt ÚR klaki!

25.9.2009

Grenlækur tómur?

11.9.2009

Rangárnar efstar

30.8.2009

Stórlax í Hrútu

10.8.2009

17 laxa skot!

5.8.2009

Loksins fiskur!

27.7.2009

Affallið gefur

27.7.2009

Stuð í Staðará

11.7.2009

Maríulax slapp!

23.6.2009

Ótrúlega sagan!

20.6.2009

Laxadagur

18.6.2009

Varmármengun

14.6.2009

Varmá????

14.6.2009

Hástökkvarar

11.6.2009

Barnavæn veiði

17.5.2009

Boltar í Grenlæk

13.5.2009

Kræfar kellur

4.5.2009

20 fiska dagur

30.4.2009

Geir og Jóhanna

22.2.2009

400 fiska sumar!

13.2.2009

Svarið hans Orra.