20.10.2009
Steinsuguplága í Tungufljóti
Undanteking ef fæst ósærður fiskur! Fréttir af steinsugubitnum fiskum á sjóbirtingsslóðum eru verulegt áhyggjuefni. Eftir mjög dapra sjóbirtingsvertíð bætist svo þetta við, samanber frétt á svfr.is úr Tungufljóti af einu af lokahollinu: ,,Af ...30 fiskum var einn lax, en restin var sjóbirtingur af stærri gerðinni, hefðbundinn Tungufljótsfiskur, en smærri fiskurinn sást ekki. Allir sjóbirtingarnir, utan við einn nýrenning, voru steinsugusognir og dæmi um blæðandi sár á fiski.
Virðist sem að sugan sé orðin algjör plága á þessum slóðum og að það sé í raun orðin undantekning að fá birting sem ekki er særður. "