
Veiðimenn eru nú önnum kafnir við þvingurnar og miklar ráðgerðir uppi, bersýnilegt að Óskar Páll Sveinsson er einn af þeim, og hefur hannað þessa gullfallegu flugu, sem hann segir á FB síðu sinni ,,vera fyrir Aðaldalinn". Í fyrra hannaði Óskar aðra flugu, Avatar, sem þótt gera það gott
það sumarið. Það væri spennandi að gára með þessari! Óskar Páll lætur þess ekki getið hvort hann hefur nefnt fluguna. ,,Kinn" gæti hún heitið í höfuðið á Kinnarfjöllum og sveitinni þar undir, sem ramma Laxá í Aðaldal svo fagurlega inn, eða ,,Skjálfandi" til heiður flóanum fyrir utan sem laxarnir ganga um upp í Aðaldal. Kemur í ljós hvað verður ofaá.

Avatar. Eins og sjá má á myndasíðu okkar frá síðasta sumri átti Óskar Páll ágætis sprett þar í fyrra!