
Magnús Breki Ragnarsson kastar eins og snillingur í vorblíðunni við Vífilsstaðavatn
Vötnin fara hægt af stað ef marka má skýrslu okkar manns á bakkanum. Rafn Hafnfjörð kannaði ástandið: ,,Við skruppum að Meðalfellsvatni 1. apríl. Lögðum af stað úr Reykjavík kl.tvö í hálfgerðu krapaveðri. En þegar komið var í Hvalfjörð var komin heiðríkja og logn. Veðrið hérna er ótrúlegt - margskonar sýnishorn sama daginn. Þegar við komum að vatninu í þessu bliðskapar veðri, þá blasti við ís á um 1/4 hluta þess, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ís á vatninu og engin veiði
Við Unnsteinn (barnabarn) reyndum í ca. þrjá tíma við austurströndina, því þar var autt og vatnið eins og spegill. Lofthiti var kominn í 10*, en vatnið í aðeins 7*.
En þetta var góð æfing fyrir okkur. Ég renndi svo smá stund að Vífilsstaðavatni daginn eftir 2. apríl, en það var sami árangur, Gott veður en engin veiði, vatnið aðeins 7*. Á sunnudeginum 3. apríl fór ég í göngutúr (stangarlaus) og gekk þá fram á ungan strák sem kastaði eins og snillingur, sagðist heita Magnþór Breki Ragnarsson,

Vífilsstaðavatn sunnudag, álitlegt og bara spurning um daga hvenær það lifnar.
,,Af svona 10-12 veiðimönnum sá ég engan fá fisk, enda vatnið enn mjög kalt" skrifar Rafn og þar höfum við það, ,,þetta er alveg að koma"!