
Laxaveisla, sá villti er á uppleið en eldi ógnar
,,Nú er víða í Evrópu verið að birta tölur um laxveiðina síðastliðið ár, 2010. Ekki verður annað séð en að laxveiði sé víðast hvar að aukast. Í nokkrum ám, til dæmis í Noregi, Skotlandi og í Svíþjóð hefur veiðin ekki verið eins góð í áratugi. Í Skotlandi hefur ekki verið eins góð veiði síðan 1952.