
Ótrúlegur fiskur, enn einn yfir 20 pund, og nú hvorki meira né minna en 23 pund og 97 sm á lengdina. Það er engu logið um Þingvallavatnsurriðana eins og kemur fram á vef Veiðikortsins. Tommi í Veiðiportinu náði ferlíkinu og mátti sannarlega hafa fyrir því eins og fram kemur á www.veidikortid.is : ,,Hann setti undir flugu sem heitir Páskaunginn og var með sökklínu og 12 punda taum. Í þriðja kasti var rifið í fluguna og hann var á en bara í skamma stund og fiskurinn slapp. Tveim köstum síðar var hann aftur á nú var hann fastur. Fiskurinn rauk út með línuna einhverja 80 m og einhvern veginn náði línan að festast í grjóti og nú var allt fast!
Nú voru góð ráð dýr, enda Tommi ekki einu sinni í vöðlum. Hann kallaði á Örn veiðifélaga sinn eftir aðstoð og hélt hann á stönginni meðan Tommi klæddi sig í vöðlur, því það átti að gera tilraun til að losa línuna úr grjótinu. Þar sem það er mjög aðdjúpt þar sem þeir voru dugðu vöðlurnar ekki og þá varð að treysta á sundtökin og lét hann sig hafa það að taka nokkur sundtök út og það hafðist að losa línuna. Það var kraftaverki líkast að fiskurinn var ennþá á og Tommi náði að landa þessum risaurriða rennblautur upp fyrir haus! "
Áskrifendahappdrættið 2011
-Allir áskrifendur Flugufrétta fara sjálfkrafa í pottinn sem dregið er úr.
-Vinningar skipta tugum að andvirði hálfrar milljónar króna.
-Vinningaflóð vikulega uns dregið verður um stærsta vinninginn 17.júní.
-Áskrift strax gefur mesta möguleika!!!
Hvað segja lesendur Flugufrétta?