
Þetta var aðstaðan hjá Svartárveiðimönnum í Bárðardal fyrir nokkrum dögum og segir sögu silungsveiða á landinu í júní með dramatískum hætti. Kuldinn hefur fælt menn frá veiðum. Tvo daga í röð sást ekki hræða í þjóðgarði Þingvalla og þykja firn mikil. Við Elliðavatn voru þrír á Engjunum að morgni annars í Hvítasunnu sem er almennur frídagur og má draga af því ályktun um sóknina, í gær var ekki hræða við Vífilsstaðavatn þegar flugur.is áttu leið hjá. Í morgun var einn að troða sér í neoprenevöðlur við Elliðavatnsbæinn og hvergi sást uppitak. Nema eitt og eitt á stangli þegar vatnið hefði átt að krauma um þetta leyti árs. Svartárveiðimaðurinn sem sendi okkur þessa myndrænu frásögn af vorinu sagði að fleiri
en veiðimenn væru hvekktir:
,,...skritið þegar við keyrðum inn gráan og hvítan Bárðardalinn að sjá alla fuglana niðri við fljótið, heilu flekarnir af mófuglum, gæsum, öndum og álftum að flýja snjóinn. Endurnar á ánni voru fáar, sáum t.d. bara eitt húsandapar. Náðum þó um 40 fiskum á 9 stangir á tveim og hálfum degi, 2 1/2 - 6 pund þótt ekki væri mikið staðið við." Skiljanlega ekki mikið staðið við. Það er frétt dagsins.