2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
22.6.2011

Sjálfsbjargarveiðleitni urriða

 
Sérlegur sendiherra okkar við Elliðavatn tók þessa frábæru mynd sem sýnir sjálfsbjargarveiðleitni urriða.  Endurnar róta upp æti á botninum og fiskarnir fylgja eftir til að gófla í sig því sem þær ná ekki.  Urriðarnir voru á að giska tvö pund og dóluðu á eftir öndunum drykklanga stund meðan okkar maður fylgdist með veislunni.  Það er von að þeir líti eftir molum af borðum andanna, flugnaklak hefur verið seint á ferð í vor eins og fram hefur komið.  Bleikjuveiðin datt niður eftir nokkur skot að sögn sendiherra okkar, en hann hefur náð 100 fiskum á vertíðinni samt.  Hlýnandi verður síðustu daga ætti að setja allt á fullt og þá þurfa þessir fiskar ekki lengur að sækja í kjölfar andanna.  En á meðan er þetta það besta sem býðst.

 Þessi hegðun fiska er reyndar þekkt meðal veiðimanna.  Oft hafa menn lent í því að standa með nokkra fiska við tærnar á sér þar sem menn vaða út og róta upp ætinu.  Einn þekktum við sem altaf fór í laxveiðí í Soginu með snæri bundið við ökla og maðk dinglandi 3 fet niður til að ná sér í bleikju í soðið meðan hann kastaði fyrir lax!  Gekk mjög vel.  Í Bandaríkjunum er oft bannað að róta upp botnseti við bakka og lokka þannig fiska til sín.

27.11.2011

Minningar

25.9.2011

Flottar túpur

21.9.2011

Laglega gert

16.9.2011

Hjálp að handan

25.8.2011

Hörkuslagur

25.8.2011

Glæsifiskur

24.8.2011

Enn gengur lax

11.8.2011

Hængurinn Finnur

24.7.2011

Glæsilegir fiskar

20.7.2011

Laglegt!

18.7.2011

Laxá lifnar

5.7.2011

Góður!

28.6.2011

Þarf ekki mikið!

20.6.2011

Góð opnun víða

20.6.2011

Flott!

24.5.2011

Andlátsfregn

2.5.2011

Á veiðum

28.4.2011

Smáir smálaxar

18.4.2011

Fleirir stórir

17.4.2011

Upp í 14 pundara

25.3.2011

Fjórar flottar!

7.1.2011

Örfáir dagar