Laxveiðimenn eru hýrari núna þessa dagana þar sem fréttir berast af góðum göngum víða á SV-horninu. Norðurá fór yfir 1000 laxa og Borgarfjörðurinn allur braggast. Svonefnt ,,frakkaholl" var með næstum 300 laxa í Norðurá. Langá sá 50 laxa dag í gær. Eystri Rangá og Ytri Rangá eru vaxandi, 30-40 laxar á dag. Haraldur Eiríksson hjá SVFR segir að málið sé einfaldlega það að allt sé nú síðar í ár en í fyrra. ,,Í fyrra lauk laxagöngum í Norðurá 15.júlí, nú er þær fyrst að hefjast af krafti" segir hann. Laxá í Dölum er enn mjög róleg en þó veiddust þar sjö laxar í gær. Í Aðaldal er norðanáttin þrálát og hamlar veiðum, tökur grannar ef þær fást, en fyrstu smálaxarnir hafa sést þar. Menn hafa setti í þá stóra í Aðaldalnum og varð einn frelsinu feginn í morgun þegar honum tókst að snúa svo hratt ofan af hjóli veiðmannsins að flæktist í hjólsætinu
og 25 punda taumur kubbaðist. Þrátt fyrir skraulegar sögur hér og þar er samt langt í land að veiðin nálgist ,,góða" vertíð. (Myndin er úr Svartá og fengin hjá www.veidiflugur.is). Þar hefur reyndar ekki verið ýkja fjörugt í sumar!