
Í tilefni Hinsegin daga eru Flugufréttir venju fremur litskrúðugar þessa vikuna og fara víða. Staldrað er við í Veiðivötnum, á norðanverðri Arnarvatnsheiði, í Ólafsfjarðará, Reyðarvatni, Ormarsá á Sléttu, Hofsá í Vopnafirði, Brunná, Blöndu og víðar. Við sýnum "vegg af bleikju" og frumsýnum Hinsegin Nobblerinn, svo fátt eitt sé nefnt.