
Dagur Jónsson Ármaður sendir skeyti af bökkum Hlíðarvatns um gagnsemi flundruvarnargarðsins þar: ,,Langar að segja ykkur frá flundrum sem ég strákarnir mínir sáum. Á föstudagskvöldinu fyrir réttri viku fór ég framhjá Hlíðarvatni í mikilli blíðu, blakti ekki hár á höfði. Ég sá fisk vaka neðan við brú svo ég stoppaði og kíkti, sá ekki fiskinn. Kíkti líka fyrir ofan, heldur ekkert þar, þá henti annar strákurinn minn grjóti útí, fyrir framan stífluna, þá fór botninn bókstaflega af stað. Við sáum helling af flundru, sumar stórar ca 25 cm.