2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
18.9.2011

Lax á silungapúpur

það er síður en svo útilokað að veiða lax á silungapúpur eins og dæmin sanna, og hér er enn eitt:  ,,Undirritaður er búsettur á Ísafirði og fer ég á stundum í smærri ár hér í nágrenninu, til að ná mér í sjófleikju.  Veiðin er nú sjaldan mikil en gómsæt þegar á diskinn er komin.
Ég veiði bleikjuna eingöngu andstreymis með tökuvara og nota mikið púpur með kúluhaus. Nú í sumar hefur það gerst í tvígang, að ég hef fengið lax með þessari veiðiaðferð þótt ég hafi ekki vitað af laxi í viðkomandi ám. 

 Fyrst taldi ég þetta algjört glópalán, en fór að efast þegar þetta gerðist svo aftur nokkru síðar.
Púpan sem ég notaði í bæði skiptin er mín útgáfa af ,,króknum? hans Gylfa heitins.  Set rauðalitinn aftan við húluna í stað aftast á púpuna.  Gaman væri að vita hvort þetta væri ekkert óalgengt.   Er þetta e.t.v. góð aðferð við laxveiðar þegar lítið vatn er í ánum og hiti ?   
Sendi með mynd þar sem púpunni er tyllt á haus bráðarinnar.
Með kveðju,
Þorleifur Pálsson, Ísafirði. 

Þökkum Þorleifi, og hann hefur rétt fyrir sér: Lítið vatn og hiti, þá má vel prófa þetta bragð.  Það er reyndar heil grein um þetta á heilræðasíðunni okkar!

27.11.2011

Minningar

25.9.2011

Flottar túpur

21.9.2011

Laglega gert

16.9.2011

Hjálp að handan

25.8.2011

Hörkuslagur

25.8.2011

Glæsifiskur

24.8.2011

Enn gengur lax

11.8.2011

Hængurinn Finnur

24.7.2011

Glæsilegir fiskar

20.7.2011

Laglegt!

18.7.2011

Laxá lifnar

5.7.2011

Góður!

28.6.2011

Þarf ekki mikið!

20.6.2011

Góð opnun víða

20.6.2011

Flott!

24.5.2011

Andlátsfregn

2.5.2011

Á veiðum

28.4.2011

Smáir smálaxar

18.4.2011

Fleirir stórir

17.4.2011

Upp í 14 pundara

25.3.2011

Fjórar flottar!

7.1.2011

Örfáir dagar