2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
30.5.2012

Opnunin í Laxá

Veiðar hófust á urriðasvæðunum í Mývatnssveit og Laxárdal klukkan 7 í morgun í brakandi blíðu. Mjög góð veiði var víða og að venju var fiskurinn vænn, ekki síst í Dalnum. Við heyrðum af einum sem byrjaði í Hofstaðaey og landaði 12 fiskum, mest í Skriðuflóa. Einnig vitum við að átta fiskar fengust í Hólkotsflóa á Hamri.

Veiðimenn á Arnarvatni og í Geldingaey voru sáttir við sinn hlut og sögðu augljóst að flugan væri að koma upp.

Bjarni Höskuldsson, staðarhaldari við Laxá, sagði í samtali við Flugufréttir um miðjan dag að einnig hafi gengið mjög vel í Dalnum og að þar hafi nær undantekningarlaust verið að veiðast mjög vænir fiskar, feitir og um 4-5 pundin. Þannig að þetta virðist allt fara mjög vel af stað og lítur ljómandi vel út.

-rhr

21.12.2012

Magnaðar flugur1

9.11.2012

Formenn og fiskar

25.7.2012

Enn einn boltinn

23.7.2012

109 sm úr Selá

16.7.2012

Þrjátíu punda?

28.6.2012

Nýtt laxasetur

21.6.2012

Fín laxveiði

21.6.2012

Rólegt í Laxá

1.6.2012

Tröll og tafir

30.5.2012

Opnunin í Laxá

8.5.2012

Bo á sér draum

13.4.2012

Ördeyða?