Í Flugufréttum vikunnar er fróðlegt viðtal við Jón Helga Björnsson á Laxamýri um ástandið í Laxá í Aðaldal, trixin við veiðarnar og horfur fyrir næstu sumur. Einnig er sagt frá fyrirhuguðum framkvæmdum í og við Eyjafjarðará sem eiga að auka vöxt og viðkomu sjóbleikjunnar, spáð í eftirspurnina eftir veiðileyfum á urriðasvæðunum í Laxá í Þing, sagt frá vetrarveiði á Suðurlandi og dorgveiði fyrir norðan. Fátt jafnast á við Flugufréttir með morgunkaffinu á föstudögum.