Þessi mynd Óskars Páls Sveinssonar sýnir það sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka af veiðimönnum. Héðan í frá verða næturveiðar fyrir landi þjóðgarðsins bannaðar. Vísað er í háreisti drykkjumanna sem haldið hafa vöku yfir tjaldbúum. Hvernig bann við silungsveiðum mun lækna drykkjumenn af látum sínum er óljóst. Það eru engin bein tengsl milli drykkjuláta og silungsveiða.
Flugur.is sendu eftirfarandi fréttatilkynningu á fjölmiðla: Athygli er vakin á mikilli óánægju með þá ákvörðun Þingvallanefndar að banna veiðar að næturlagi á Þingvöllum, fyrir landi þjióðgarðs. Vísað er í drykkjulæti. Á samskiptarásum hafa komið fram öflug mótmæli veiðimanna enda engin vísindaleg, félagsleg né önnur rök fyrir því að tengja drykkjulæti við silungsveiðar. Sjálfsagt er að banna drykkjulæti í þjóðgarðinum. Hvort heldur er að nóttu eða degi. En að banna íslenskum veiðimönnum að njóta þeirra helgistunda sem gefast við vatnið þegar sumarnóttin bjarta skartar sínu fegursta er ekkert annað en sorglegur misskilningur. Ef til er mannafli til að fylgja eftir banni við silungsveiðum um nætur hlýtur að mega nota þann sama mannskap til að tryggja frið á tjaldstæðum. Bönnum ölvun á Þingvöllum, líka fyrirmenna! Leyfum silungsveiðar allan sólarhringinn. Flugur.is hafa verið málsvari veiðimanna um margra ára bil og við látum svo sannarlega í okkur heyra þegar svona er komið. Þess má geta að Þingvallanefnd hefur verið einkar ódugleg við að rækta góða veiðimenningu við vatnið.
Á samskiptamiðlum er nú gríðarleg ólga meðal veiðimanna vegna þessa banns. Gagnrýni er hörð á formann nefndarinnar, Álfheiði Ingadóttur, og aðra nefndarmenn.
Hér má sjá dæmi:
Geir Thorsteinsson skrifar: Það er alveg ótrúlegt að þurfa að berjast við þingmann sem er á leið út faf þingi en hann er svo haldinn grillum að það er ekki fyndið, Hún heitir Álfheiður Inadóttir og er haldinn þeirri grillu að silungsveiðimenn í Þingvallavatni séu sama og þeir sem hafa hátt og trufala með fyllerísröflli næturkyrrðína við vatnið. Þetta er svo langt frá raunveruleikanum að mér finnst full þörf á því að athuga hvort allt sé í lagi með þennan þingmann !!!!
Þórir Grétar Björnsson skrifar: Sæl Álfheiður
Ég er 47 ára gamall veiðimaður, fer oft á Þingvöll og hreint út sagt elska að veiða þarna frameftir á kvöldin og janfnvel inn í nóttina. Hef líka gaman af því að mæta eldsnemma morguns til veiða þarna. Nú hefur þú ásamt öðrum í Þingvallanefnd ákveðið að breyta þessari gleði og banna veiðar á nóttunni og ástæðan er vægast sagt undarleg. Ég hef aldrei séð drukkinn veiðimann þarna, hvergi við allt Þingvallavatn. Hins vegar man ég eftir tveimur tilfellum um ölvun þarna á tjaldsvæðinu og þar voru á ferð ungmenni í annað skiptið og fjölskyldufólk í hitt, hvorug þeirra voru að veiða og ekki trufluðu þau mig.
Nú langar mig að vita hvað fékk ykkur til að taka þessa ákvörðun ?
Óskar Páll Sveinsson skrifar: Við veiðimenn verðum þá að standa saman og sjá til þessa að þessir aðilar komist ekki aftur á þing; Álfheiður Ingadóttir formaður, Björgvin G. Sigurðsson varaformaður, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þuríður Backman.
Þau sem hann nefnir eru í Þingvallanefnd.
Þorkell Harðarssson skrifar:
Sigurbjörn Kjartansson skrifar: Að banna næturveiðina er voðalega vond hugmynd, sumarnóttin er óviðjafnanleg og þetta er auðvitað eitt aðalkikkið í vatnaveiðinni / Þingvallavatnsveiðinni. Væri ekki nær að árétta umgengnisreglur á og við tjaldstæðin ? Það er hins vegar löngu tímabært að gera eitthvað í beitu-subberí-inu og að auka virðingu fyrir urriðanum !