Þeir sem eru hetjur og láta ekki kulda á sig bíta uppskera stundum vel. Magnús Þór Ágústsson sendir fréttaskeyti: ,,Skrapp i gær upp að Elliðavatni og fékk þessa fallegu urriða.
Fór á milli 15 og 18 og var ég einn með vatnið! Allir að sofa kosningarnar úr sér. Minni fiskurinn sem er 2,6pund tók grænan dýrbít en sá stærri, sem var 53cm og 4pund, brúnan nobbler (liggur á fisknum ef vel er gáð). Fiskarnir tóku báðir við brúnna.
Báðir tóku frekar nálægt landi og minntu mig á að það borgar sig ekki alltaf að vaða þó það sé hægt. Ég hef orðið var við það í Elliðavatni að fiskurinn á það til að elta alveg upp í grynninguna áður en hann tekur svo það borgar sig ekki alltaf að vaða of langt."