Í gær sendi Landssamband stangaveiðifélaga fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir 30-40% hruni í veiðileyfasölu. Samdrátturinn er mestur hjá innlendum veiðimönnum. Landssambandið óskar eftir mikilli verðlækkun veiðileyfa og það strax!
Við fjöllum um málið í Flugufréttum vikunnar, segjum fréttir af urriðaveiðinni í Laxá í Þing, en þar eru aðstæður ekki þær allra bestu. Við skoðum vatnabjöllu sem er sjaldgæf hér á landi en finnst þó í Elliðavatni. Þar er kannski komið leynivopn framtíðarinnar.
Vinningshafar vikunnar fá frábærar vöðlur, gleraugu og veiðileyfi. Já, það er gaman að vera áskrifandi að Flugufréttum.