Laxveiðin fer vel af stað. Byrjunin lofar góðu þar sem veiðin er hafin og laxinn er í góðum holdum.Veiðimenn eru fullir bjartsýni. Sumir segja metár í vændum. En fræðingarnir eru varfærnir, tala um vísbendingar um ágætt laxveiðisumar en segja líka varhugavert að draga of miklar ályktanir af góðri byrjun, því opnun ánna gefi ekki alltaf rétta mynd af veiðisumrinu. Flugufréttir eru engu að síður bjartsýnar, ræða í fréttabréfi vikunnar við Guðna Guðbergsson, fiskifræðing á Veiðimálastofnum og við flytjum fréttir af góðri laxveiði víða um land.
Já, laxinn er kominn og það virðist vera töluvert af honum. Við vonum það besta!