
Þessir herramenn heita Jón Aðalsteinn Þorgeirsson og Baldur Sigurðsson. Hér standa þeir á bökkum Svartár í Bárðardal og grínast með stærð urriðanna sem þeir slepptu. Í Flugufréttum að þessu sinni er rætt við veiðifélaga þessara kumpána, Sigbjörn Kjartansson, sem hefur verulegar áhyggjur af fyrirhugaðri virkjun fyrir ofan Hólmasvæðið í Svartá. Við kíkjum einnig í Steinsmýrarvötn, sjáum ofan í fluguboxið hjá Bjarna Frey Rúnarssyni og hirðum upp feiknastórar bleikjur af bílaplani austur við Kirkjubæjarklaustur. Alls konar í Flugufréttum að venju.