Ef öll áform um sjókvíaeldi á við Ísland ganga eftir, má gera ráð fyrir að allt að 120.000 erfðabreyttir norskir laxar sleppi í sjó við strendur landsins á næstu árum. Öll rök og allar rannsóknir hníga að því að þetta muni rústa villtum íslenskum laxastofnum og gjöreyða sjóbleikju í þröngum fjörðum. Samt ljá íslensk stjórnvöld þessu samþykki sitt að því er virðist í trássi við náttúruverndarlög sem þau sjálf settu fyrir skemmstu. Í Flugufréttum vikunnar er fjallað um fyrirlestur sem formaður Landsambands veiðifélaga hélt á Akureyri um þessi mál. En svo við tökum upp léttara hjal... einnig kynnumst við tveimur nýjum og spennandi flugum sem bjarga munu mörgum veiðitúrnum næsta sumar og heyrum af Febrúarflugum og verðbólgu í Veiðivötnum. Meðfylgjandi mynd er af ruv.is og sýnir norskættaðan eldislax.