2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
11.3.2016

Brúará fyrir landi Sels

Fyrsta vorveiðisvæðið sem við förum yfir er Brúará, fyrir landi Sels. Árni Kristinn Skúlason fer yfir leyndardóma ánnar með okkur og þið ættuð ekki að láta þetta fram hjá ykkur fara.

Selsland í Brúará fellur oft í skuggann á Spóastaðalandi í umfjöllunum ána. Þetta er mörgum óskiljanlegt þar sem land
Sels hefur svo mikið upp á að bjóða. 

Svæðið er töluvert langt, eða um 5 kílómetrar. Í rauninni mætti segja að þetta sé 5 kílómetra samfelldur veiðistaður þar
sem fiskur getur leynst í hverjum krók og kima. Í Brúará fyrir landi sels er marga fjölbreytta veiðistaði að finna.
Fossar, flúðir, brot, pyttir, breiður og strengir. Allt er þetta til staðar.

Í Brúará er sterkur bleikjustofn eins og mörgum er kunnugt, hún getur verið mjög væn og er meðalþyngdin á svæðinu 2-3 pund.
Þær eru þó til stærri. "Bleikjan getur verið gríðarlega stór, sjálfur hef ég fengið bleikjur upp í 63 cm í mjög góðum holdum.
En mun stærri hef ég séð og misst." segir Árni.

Falleg aprílbleikja sem Árni veiddi.

Urriðastofninn í Brúará hefur farið hratt uppá við síðast liðin ár og getur hann verið mjög vænn. Urriðinn er ekki jafn dyntóttur og bleikjan oft á tíðum og tekur frekar straumflugur.

"Ég varð var við stóra urriða í fossinum dynjanda núna í sumar, gríðarlega árásagjarnir og skemmtilegir að eiga við." segir Árni

Hér má sjá 63cm urriða sem tók pheasant tail #16 undir leiðsögn Árna, ekki slæmt að fá svona fisk á þrist!

 Flugurnar sem Árni nefnir eru á borð við Pheasant Tail, Mobuto, Héraeyra, Friskó, Alma Rún og Peacock fyrir bleikjuna. Fyrir urriðann talar hann helst um Dýrbít og Nobblera. "Að hafa vott af óranslit í flugunum getur verið gríðarlega öflugt." bætir Árni við.

Við þökkum Árna kærlega fyrir upplýsingarnar.

5.8.2016

Mokveiði