2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
31.3.2016

Andvökunætur, veiðigræjurán, 10 pundarar og grísatittlingar

Við upphaf vertíðar ræða Flugufréttir við menn sem eiga bókað í Litluá í Kelduhverfi, Varmá við Hveragerði og Húseyjarkvísl í Skagafirði. Einnig er hugað að vötnunum við borgina og fleiri veiðilendum sem bjóðast innan tíðar. Menn eru spenntir og í spjallinu koma m.a. við sögu andvökunætur, veiðigræjurán, 10 pundarar og grísatittlingar.

Myndina lét Benedikt Þorgeirsson okkur í té en hún sýnir hvernig stöng fyrir línu sex bognar í keng þegar átt er við ísaldarurriða á Þingvöllum við upphaf fluguveiðitímans þar sem hefst 20. apríl.

 

5.8.2016

Mokveiði