2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
5.8.2016

Mokveiði

Það er sannkölluð mokveið á síðum Flugufrétta í vikunni. Við skellum okkur upp í Frostastaðavatn sem er stútfullt af bleikju, heyrum af sjóbleikjuveiðum á Norðurlandi, þar sem bleikjan er snemmkomin, pattaraleg og fín.

Þá kíkjum við í Laxá í Mývatnssveit og í Laxárdal þar sem urriðinn er stór en of lítið er af honum. Bjarni Höskuldsson heldur í vonina um aukna stofnstærð á næstu árum eftir of mikið urriðadráp árin fyrir og eftir síðustu aldamót.
 

 

5.8.2016

Mokveiði