2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
8.9.2016

"Hann er stærri en Justin Bieber!"

Elías Pétur Viðfjörð gerði rósir með félaga sínum í Elliðaánum á miðvikudag en þeir rótuðu upp flottum sjóbirtingum. Frá því segir í Flugufréttum vikunnar og Elías sýnir okkur tvær forvitnilegar laxaflugur sem hafa gert það gott í sumar. Við fregnum af laxi úr Djúpá fyrir norðan sem var "stærri en Bieber" og Flugufréttamaður landar smálaxi á norsku Silfur perluna með tökuvara. Einnig segir af góðri ferð á svæði 1 í Eyjafjarðará, kvenlegu Sportveiðiblaði og fleiru. Drekktu í þig nýjar Flugufréttir með morgunkaffinu á föstudögum! Á myndinni er Elías Pétur með einn af birtingunum úr Elliðaánum.

 

5.8.2016

Mokveiði