Við lesum bráðskemmtilega frásögn af skrýtnum leiðsöguhundi í Flugufréttum vikunnar, veiðum góða vakt á silungasvæðinu í Vatnsdalsá, förum í veiðiæfingabúðir í Hlíðarvatn, gluggum í góða þorrablótsræðu og fjöllum um sjókvíaeldi, smávirkjanir og aðra óværu í veröld veiðanna. Á myndinni eru Björgvin Ólafsson og Linda Eyjólfsdóttir við Selfljót og með þeim leiðsöguhundurinn sem enginn veit hvað heitir.