2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
8.5.2017

Er sjóbleikjan skemmtilegust?

 

 

"Sumum finnst sjóbleikjan skemmtilegasti fiskurinn. Pund fyrir pund er hún jafnvel öflugri en bæði sjóbirtingur og lax og svo er hún svo einstaklega skemmtilega dyntótt. Þú getur boðið henni 30 flugur og hún lítur ekki við neinu... svo kemur rétta flugan og þá er veisla!" sagði Bjarni Júlíusson þegar við spurðum frétta úr Hraunsfirðinum.

Falleg sjóbleikja hefur ratað í háfinn hjá Bjarna. Bjarni er einn af þeim sem stundar Hraunsfjörð grimmt á vorin. Þar sem lónið er örlítið salt, þá heldur bleikjan sig þar allt árið. Í apríl og maí, þegar örlítið fer að hlýna, fer hún af stað og þá er marflóin helsta fæðan. Bjarni kíkti í Hraunsfjörðinn um síðustu helgi og lenti hreint og beint í veislu, Spikfeit sjóbleikja, 40-50 sm troðfull af marfló. Leit ekki við neinu nema alvöru eftirlíkingu. Bjarni hirti eina í forréttinn og hér má sjá hvað hún var að borða.

 

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar