2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
18.5.2017

Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi

 Tólf félög í veiði, hvalaskoðun, útivist og sjómennsku, hafa skorað á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi.

 

 

Eins og fram kemur í Flugufréttum vikunnar þá hafa tólf félög í veiði, hvalaskoðun, útivist og sjómennsku, skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi.

Í sameiginlegri áskorum félaganna til ráðherra er alfarið lagst gegn sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði. "Fyrirhugað risaeldi á 10.000 tonnum af laxi myndi spilla hreinni ímynd fjarðarins, skaða hagsmuni ferðaþjónustu, valda smábátaeigendum búsifjum, bitna harkalega á villtum Atlantshafslaxi sem gengur í ár á svæðinu og að öllum líkindum eyða sjóbleikjustofnum í Eyjafirði," segir í áskoruninni.


 

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar