Nýjustu Flugufréttir kíkja á bleikjuveiðina í Soginu, fara í tilraunaveiði í Skjálfandafljót fyrir ofan Goðafoss, birta glóðvolgar tölur úr Norðurá, setja upp vargskýlu við Laxá í Mývatnssveit, rótfiska í Vestmannsvatni, læra á Köldukvísl, keppa við ofgnótt fæðu í Hraunsfirðinum og eiga í furðulegum samskiptum við bændur í Skagafirði. Já, það er af nógu að taka í Flugufréttum vikunnar.