2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
12.6.2017

Fiskur á öllum svæðum í Mývatnssveitinni

Eins og komið hefur fram í Flugufréttum, hófst veiði í Laxá í Mývatnssveit í síðustu viku. Opnunarhollið gerði góða veiði, en skyldi hún hafa haldið áfram? Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur um árabil veitt í ánni í næsta holli á eftir og Flugufréttir heyrðu í honum hljóðið.

 

"Veiðin, veðráttan og vináttan - þetta gerði allt gott mót í ár," sagði sáttur og saddur Steingrímur Sævarr.

"Við upplifðum haglél, rigningu, sól og logn, 13 metra á sekúndu og allt þar á milli hvað veðrið varðar en þegar maður er við veiðar í Paradísinni Laxá í Mý er veðrið algjört aukaatriði.
Góða veiðin hélt áfram og var raunar með allra besta móti og það var fiskur á öllum svæðum. Boltafiskar í bunkum í Hróinu, Lambeyjarstrengurinn pakkaður, Skurðurinn fullur og svo mætti áfram telja. Það vakti hins vegra helst athygli hvað margar bleikjur veiddust og þær voru stórar og miklar. Og þá má ekki gleyma vináttunni, en hún styrkist og þroskast með hverri heimsókn veiðihópsins í Mývatnssveitina. Það er eitthvað við náttúrufegurðina og sambúðina við dýr og menn sem dregur fram það besta í öllum," sagði Steingrímur.

Svæðið er kennt við mý. Var flugnanetið á lofti allan tímann?

"Já, það vantaði ekki mýið meðan við veiddum og Mývatnssveit stóð undir nafni. Því ber reyndar að fagna enda nýtur lífríkið allt góðs af þeirri hringrás sem þar myndast. Það er lítil byrði að bera að skella á sig netinu við veiðar þegar jafn mikill fiskur er um alla á og lífið er jafn gott og raun ber vitni," sagði Steingrímur að lokum.

 

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar