2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
14.6.2017

Öflugar göngur í Langá

Ótrúlega öflugar göngur í Langá og enn nokkrir dagar í opnun.

Langá á Mýrum opnar eftir nokkra daga og eru nú þegar 211 fiskar búnir að ganga í gegnum teljarann í Skuggafossi. Af þeim eru rúmlega 100 fiskar 2ja ára laxar sem eru stórmerkilegar fréttri fyrir Langá enda ekki þekkt fyrir stórlaxa. Það má búast við því að það verði mikið fjör hjá þeim sem byrja að veiða í Langá í næstu viku. 

Einnig má búast við því að það sama sé upp á tengingum í öðrum ám í kringum Langá. Einnig er það merkilegt hversu mikið er af 2ja ára laxi þar sem 1 árs laxinn í fyrra var undir meðalalagi í fjölda.

Það verður gaman á bökkum Langá í sumar og er undirritaður spenntur að mæta þann 28.júní með 9 öðrum hjónum í árlegt holl.

Tight lines

Ólafur Finnbogason

 

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar