2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
20.6.2017

Anna Sif landaði fyrsta laxinum

 Anna SIf Jónsdóttir, Reykvíkingur ársins, veiddi fyrsta laxinn í Elliðaánum þegar árnar voru opnaðar í morgun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði Elliðaárnar formlega ásamt Önnu Sif í boði Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Anna Sif Jónsdóttir opnaði Elliðaárnar í morgun ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og landaði hún fimm punda laxi þegar klukkan var 22 mínútur gengin í átta.

Anna Sif er Reykvíkingur ársins en sú hefð hefur myndast að sá einstaklingur sem valinn er Reykvíkingur ársins renni fyrstur fyrir lax í ánum.

Tilkynnt var um valið á Reykvíkingi ársins í morgun og í kjölfarið landaði Anna Sif fyrsta laxinum.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Anna Sif sé löggiltur endurskoðandi og formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. 

"Hún hefur á undanförnum árum verið leiðandi í foreldrastarfi í Breiðholtsskóla og samstarfi milli foreldrafélaga allra grunnskóla í Breiðholtinu. Meðal verkefna sem unnið hefur verið ötullega að eru Fjölmenningarhátíð í neðra Breiðholti og Vorhátíð Breiðholtsskóla sem báðar eru orðnar ómissandi liður í menningu hverfisins. Þá hafa bókagjafir til skólabókasafnins og menningartengdar uppákomur innan skólans fests í sessi í boði foreldrafélagsins. Unnið hefur verið markvisst að því að virkja unglingana í skólanum til þátttöku í viðburðum innan hans og lögð áhersla á öflugt bekkjarstarf í öllum árgöngum. Þess utan má einnig nefna að foreldrafélagið hefur á undangengnum árum lagt áherslu á framhald framkvæmda í og við Breiðholtsskóla," segir um Önnu Sif.

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar