2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
21.6.2017

25 laxar á land á fyrsta degi í Elliðaánum

 Opnunin í Elliðaánum var með þeim betri í seinni tíð. Alls komu 25 laxar á land frá því að Reykvíkingur ársins opnaði ána.

Alls veiddust 25 laxar á opnunardaginn í Elliðaánum í gær. 18 komu á morgunvaktinni og sjö eftir hádegið. 15 laxar veiddust á flugu og 10 á maðk að því er fram kemur á Facebooksíðu Elliðaánna. Breiðan reyndist gjöfulasti veiðistaðurinn á opnunardaginn, þar komu 9 laxar. 

Eins og kom fram hér á Flugur.is í gær opnaði Anna Sif Jónsdóttir, Reykvíkingur ársins, Elliðaárnar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og landaði hún fimm punda laxi þegar klukkan var 22 mínútur gengin í átta.

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar