"Það er fiskur um alla á," segir Sigurjón Gunnlaugsson sem var í opnun Langár á miðvikudag.
Langá var opnuð með látum og alls komu 20 laxar á land á morgunvaktinni. Alls voru um 40 laxar veiddir fyrsta daginn og var góður andi í veiðimönnum.
Sigurjón segir að laxinn í ánni sé óvenju vel haldinn. "Þetta er eins árs fiskur í góðum holdum en einnig mikið af tveggja ára fiski."
Á myndinni er Sigurjón Gunnlaugsson með 80 sm hrygnu úr Bárðarbungu á Kolskegg.