2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
22.6.2017

Fjör í opnun Langár - 20 laxar á morgunvaktinni

 Mikið fjör var á bökkum Langár þegar áin var opnuð í gærmorgun. Tuttugu laxar komu á land á fyrstu vakt.

"Það er fiskur um alla á," segir Sigurjón Gunnlaugsson sem var í opnun Langár á miðvikudag. 

Langá var opnuð með látum og alls komu 20 laxar á land á morgunvaktinni. Alls voru um 40 laxar veiddir fyrsta daginn og var góður andi í veiðimönnum.

Sigurjón segir að laxinn í ánni sé óvenju vel haldinn. "Þetta er eins árs fiskur í góðum holdum en einnig mikið af tveggja ára fiski."

Á myndinni er Sigurjón Gunnlaugsson með 80 sm hrygnu úr Bárðarbungu á Kolskegg.

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar