2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
23.6.2017

Nils landaði 12,6 kg urriða á Þingvöllum

Hinn magnaði veiðimaður Nils Folmer Jorgensen landaði í gærkvöldi 12,6 kg urriða á svæði ION á Þingvöllum. Nils segir í samtali við flugur.is að veiðin hafi verið stórkostleg síðustu vikuna og hann landað 41 urriða. "Í gærkvöldi skaust ég upp eftir og veiddi í um þrjár klukkustundir til að ná smá slökun fyrir stóru veiðimessurnar framundan, Efttex og iCast. Vatnið hreinlega kraumaði!

Á þessum þremur tímum landaði ég 12 urriðum og sá stærsti var 12,6 kg. Flestir tóku þeir þurrfluguna en sá stóri tók Olive Ghost fluguna mína sem hefur reynst ein albesta straumflugan á þessu svæði.

Þetta var síðasta urriðaferðin mín þetta sumarið og nú tekur laxinn við. Ég er þakklátur fyrir alla þessa urriða sem eru miklu sterkari en laxinn og það er talsvert slungnara að fá þá til að taka fluguna," sagði Nils Folmer Jorgensen.

-rhr

13.10.2017

Lax og urriðadans

8.8.2017

Fluga aldarinnar